Mín skoðun
Mín skoðun með Valtý Birni
286.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks þennan ágæta föstudag. Tippari vikunnar er að þessu sinni enginn annar en fótboltagoðsögnin Ásgeir Sigurvinsson. Auk þess að tippa á 5 leiki á Lengjunni þá spjalla ég aðeins við hann um U21 árs leik Íslands og Rússlands í gær og að sjálfsögðu tölum við um leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari hjá Stjörnunni í Garðabæ er á línunni og við ræðum um þessa tvo landsleiki okkar í gær í fótboltanum sem fóru illa.
Þá er Þórhallur Dan að sjálfsögðu í spjalli um leiki gærdagsins og við rýnum í næstu leiki okkar manna sem eru á sunnudag. Njótið helgarinnar og Áfram Ísland.
285.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag er landsleikjadagur hjá okkar mönnum í karlafótboltanum. A-landslið Íslands hefur leik í undankeppni HM og andstæðingurinn er fjórfaldir heimsmeistarar Þýskalands á útivelli. U21 árs landslið karla hefur svo leik í úrslitakeppni EM og andstæðingurinn er Rússland en leikið er í Ungverjalandi. Þórhallur Dan er á línunni og við förum yfir líkleg byrjunarlið Íslands í dag og ræðum um leiki gærdagsins og aðra leiki kvöldsins. Þá er Willum Þór Þórsson alþingismaður og fyrrum þjálfari og leikmaður á línunni um leiki dagsins en Willum Þór á tvo drengi í U21 árs landsliðinu. Það er mikið að gera í þinginu og Willum Þór svarar því hvernig hann ætlar að horfa á leikina ásamt því að spá fyrir um úrslit í dag. Njótið og ÁFRAM ÍSLAND.
284.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl og blessuð. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir stöðu mála hjá íslenska A-landsliðinu í fótbolta og einnig U21 árs liðsins. Tóti velur sitt byrjunarlið gegn Þýskalandi og fleira og fleira. Þá heyri ég í Ágústi Jóhanssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands í handbolta kvenna en Ísland mætir Slóveníu í umspili fyrir HM. Ágúst er mikill viskubrunnur og gaman að hlusta á hann. Njótið og eigið góðan dag.
283.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul og til hamingju með daginn. Ég og Þórhallur Dan komum víða við í dag. Tölum um kvennalandsliðið í handbolta, hugsanleg þjálfaraskipti hjá Juventus, Gísli Þorgeir handboltakappi meiddist á öxl um helgina og við ræðum aðeins um það sem og um A-landslið karla og U21 árs landsliðið. Tóti hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég stilli upp fyrstu tillögu að byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi. Njótið dagsins.
282.þáttur. Mín skoðun. Þórhallur Dan og ég förum yfir víðan völl í dag svo vægt sé tekið til orða. Covid, enski boltinn, Lewandowski, Tryggvi Guðmundsson, Gylfi Sigurðsson og margt margt fleira. Hann Tóti liggur ekki á skoðunum sínum og talar hreina og klára íslensku. Njótið
281.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Tippari vikunnar er enginn annar en fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson. Sigmar er að vanda bráðskemmtilegur og segir okkur afhverju hann heldur með Arsenal og fleira til. Ég og Þórhallur Dan ræðum síðan um Meistaradeildina og Evrópudeildina í fótbolta. Tökum fyrir körfuboltann hér innanlands, tölum töluvert um Mourinho og hrakfarir Tottenham og komum svo við hjá KSÍ. Þetta og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.
280.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta sem er í fréttum og byrjum á mest lesnu fréttinni inná Mannlíf.is þar sem umfjöllun er um Eið Smára og hans meintu ölvun í þættinum Völlurinn á Símanum síðasta sunnudag. Við förum einnig yfir gang mála í Evrópudeildinni og þar tölum við aðallega um leik AC Milan og Man.Utd. sem er í kvöld og förum yfir líkleg byrjunarlið. Þetta og margt fleira. Njótið og eigið góðan dag.
279.þáttur. Mín skoðun. Íslenski landsliðshópurinn í knattspyrnu sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM síðar í þessum mánuði var valinn í dag. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir hópinn. Við fórum einnig aðeins í Olísdeild karla og margt margt fleira. Njótið
278.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Þórhallur Dan og ég ræðum um boltann í þætti dagsins. Förum í lstöðu Liverpool, U21 árs landsliðshópinn sem fer á EM og margt margt fleira. Njótið
277.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul og gleðilegan mánudag. Ársþing KKÍ (körfuknattleikssamband Íslands) var haldið um helgina. Nokkuð var tekist á um hin ýmsu mál og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er í viðtali dagsins. Hann fer yfir málefni þingsins með mér ásamt því að upplýsa okkur um styrki FIBA og íslenska ríkisins. Þórhallur Dan er að sjálfsögðu á línunni. Við förum yfir íþróttir helgarinnar og Tóti er ánægður með að hans menn unnu á sjálfsmarki. Njótið dagsins.
276.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Stórsöngvarinn og snillingurinn Magni er Tippari vikunnar að þessu sinni. Magni er að vanda bráðskemmtilegur og segir margar skemmtilegar sögur auk þessa að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Þórhallur Dan er svo í spjalli og við förum um víðan völl, Evrópudeildina, enska boltann, Dominsodeild karla, Golf og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.
275.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og góðan dag. Sebastian Alexandersson þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram í handbolta fékk uppsagnabréf um helgina og verður ekki með félagið á næstu leiktíð. Uppsögn Sebastians kom handboltaáhugamönnum verulega á óvart en Fram hefur verið að gera mjög góða hluti í Olísdeild karla í vetur. Sebastian er í viðtali vegna þessa en hann verður með liðið út yfirstandandi leiktíð. Ég og Þóhallur Dan tökum síðan boltann og ræðum þetta mál og Tóti liggur ekki á skoðunum sínum. Við ræðum einnig um fótboltann og svo um körfuboltann og margt fleira. Njótið
274.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF (íslensks topp fótbolta) er í viðtali í dag. Við ræðum um stöðu fótboltans hér á landi, ÍTF, sjónvarpssamninga og margt fleira. Ég og Þórhallur Dan ræðum síðan um Meistaradeildina í gær og í kvöld og við skiljum ekki þetta VAR lengur. Það er bara þannig. Njótið og eigið þið góðan dag.
273.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri KR er í viðtali í dag þar sem við tölum um íslenskan fótbolta. Hver er staðan? Hver er staðan hjá Íslenskum Topp fótbolta(ÍTF) ? Þessar og margar aðrar spurningar í ítarlegur spjalli okkar. Þórhallur Dan spáir svo í leiki dagsins í Meistaradeildinni og fleira til. Njótið og vonandi eigið þið frábæran dag.
272.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og til hamingju með daginn konur, jú það er alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag. Þórhallur Dan og ég erum í spjalli dagsins um helgina og fórum yfir boltann og fleira. Tóti er sérstaklega ánægður með sína menn í Man.United eftir sigur á City. Þá hringdi ég í afmælisbarn dagsins, Siggi Hlö hinn eini sanni á afmæli í dag og hann segir okkur stöðu mála á fótboltaferðum til Englands og fleira til. Njótið
271.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl elskulega fólk. Tippari vikunnar þennan ágæta föstudaginn er formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson. Við tölum um margt tengt honum og Willum segir frá sínu uppáhaldsliði sem er Chelsea. En afhverju Chelsea? Skemmtilegt spjall við skemmtilegan mann. Þórhallur Dan er svo á línunni og við tölum meðal annars um VAR í enska boltanum og einnig töluvert um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að taka frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardal undir rafíþróttamót en frjálsíþróttafólkið okkar sem er að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana, og að reyna að ná lágmörkum fyrir leikana, getur ekkert æft í húsnæðinu í Laugardal í 6 vikur. Ótrúleg ákvörðun. Tóti liggur ekki á skoðunum sínum í þessu máli. Njótið elskurnar og góða helgi.
270.þáttur. Mín skoðun. Mikil umræða hefur verið um ársþing KSÍ sem var haldið um síðustu helgi. Þar hefur farið fremst umræða um fjölgun leikja í efstu deild sem ekkert varð af. Formenn FH, KR og Vals hafa t.d. stigið fram og eru ósáttir með margt og meðal annars ÍTF (íslenska topp fótbolta). Í þætti dagsins er ég með viðtal við Orra Hlöðversson formann Íslensks Topp Fótbolta en Orri er jafnframt formaður Breiðabliks. Þá er Þórhallur Dan að sjálfsögðu á línunni. Við ræðum um enn eitt 0-0 jafntfefli Man.Utd. VIð förum í leiki dagsins og Tóti fer einnig inná dómgæslu í Dominosdeild kvenna og margt margt fleira. Njótið elskurnar.
269.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag erum við Þórhallur Dan í stuði. Við ræðum um KSÍ þingið, fjölgun liða sem ekki gekk eftir og hvar við stöndum í dag. Engin breyting og okkar félagsliða fótbolti er að sitja eftir. Við ræðum einnig um enska boltann og svo Zlatan og margt margt fleira. Njótið
268.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um ársþing KSÍ og förum þar yfir fjölgun og ekki fjölgun liða og önnur þingskjöl á þinginu. Einnig ræðum við um dómstól HSÍ og margt , margt fleira. Njótið.
267.þáttur. Mín skoðun. Viðar Halldórsson formaður FH er í viðtali vegna ársþings KSÍ sem var um helgina. Viðar liggur sem fyrr ekki á skoðunum sínum og studdi meðal annars tillögu samstarfshóps KSÍ og ÍTF um fjölgun leikja. Þórhallur Dan er svo á línunni og við ræðum meðal annars um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni sem enn og aftur er til umræðu. Njótið
266.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Tippari vikunnar í dag er rithöfundurinn og fótboltaáhugamaðurinn Einar Kárason. Hann hefur frá mörgu skemmtilegu að segja úr boltanum og fleiru til. Ég og Þórhallur Dan tökum langt viðtal við Þóri Hákonarson íþróttastjóra Þróttar. KSÍ ársþingið er um helgina og fyrir liggur að breyting verður á fyrirkomulagi deildanna, í það minnsta efstu deild. Þá ræðum við einnig um aðstöðuleysi Þróttar og margt margt fleira. Njótið elskurnar og góða helgi.
265.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl elskurnar. Í dag er yndislegur dagur. Ég og Þórhallur Dan ræðum um allt og allt en förum þó sérstaklega í viðtal sem Harmageddon tók við Lilju Alfreðsdóttur um Rúv og auglýsingamarkaðinn annarsvegar og streymisveitur hinsvegar. Þetta og margt margt fleira. Njótið
264.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl á þessum fallega degi. Já veðrið er fallegt. Ég og Þórhallur Dan förum yfir víðan völl í þætti dagsins. Meistaradeildina, enska boltann, Tiger Woods, spyrjum okkur að því hvort Liverpool nái inná topp fjögur í ensku deildinni og fáum réttan framburð á nafni þjálfara Chelsea. Þetta og margt fleira. Njótið
263.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í þætti dagsins, allt frá íþróttum og ótrúlegt en satt fórum við aðeins inní pólitík. Gerist ekki aftur :) Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í handbolta er á línunni en Valsmenn fóru ansi létt með Aftureldingu í gær og eru að finna fjölina á ný. Snorri Steinn er eins og ávallt einlægur og skemmtilegur. Njótið elskurnar.
262.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan mánudag. Ég og Þórhallur Dan förum yfir víðan völl í spjalli dagsins, enski boltinn, körfubolti, tennis, Viaplay, Rúv og Sýn og margt margt fleira. Njótið elskurnar.
261.þáttur. Mín skoðun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er Tippari vikunnar hjá mér og það er mikið hlegið í þessu spjalli. Bráðskemmtilegt. Elvar Már Friðriksson landsliðsmaður í körfuknattleik er í sjöunda himni eftir að Ísland vann Slóvakíu í gær í undankeppni EM. Elvar Már er léttur, ljúfur og kátur og segir skemmtilegar sögur. Þá er Þórhallur Dan í skýjunum að vanda en hans menn unnu fótboltaleik í gær. Við ræðum um formannskjör ÍTF og fleira til. Njótið og góða helgi öllsömul.
260.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Það lítur út fyrir átakafund hjá Íslenskum Topp Fótbolta (ÍTF) í dag . Tveir eru í framboði til formanns a aðalfundi félagsins, þeir Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÍA og Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks. Þessir ágætu herramenn eru í viðtali hjá mér og Þórhalli Dan í þætti dagsins og njótið elskurnar. Áfram Ísland
259.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan öskudag. Ég og Þórhallur Dan ræðum í þætti dagsins um allt og allt eða þannig. Förum í Meistaradeildina, enska boltann, hvað kostar fyrir Tottenham að reka Mourinho, afhverju leyfa sóttvarnaryfirvöld ekki áhorfendum að vera á leikjum og margt margt fleira. Njótið og munið eftir öskupokunum. Hvar er eiginlega sú hefð?
258.þáttur. Mín skoðun. Í dag heyri ég í Einari Andra Einarssyni handboltagúru og við förum yfir Olísdeild karla í handbolta. Maður kemur svo sannarlega ekki að tómum kofanum þar. Algjör viskubrunnur. Þórhallur Dan fer yfir enska boltann með mér og við erum ánægðir með Moyes og West Ham. Það er bara málið og þá förum við í Meistaradeildina og margt fleira. Sprengidagur í dag og njótið elskurnar.
257.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan BOLLUDAG. Allir í stuði er það ekki? Ég og Þórhallur Dan er að minnsta kosti léttir, ljúfir og kátir í þætti dagsins. Við ræðum um enska boltann, Viaplay og íslenskan fjölmiðlamarkað, handbolta og svo pínulítið um ítalska boltann og margt margt fleira. Njótið
256.þáttur. Mín skoðun. Tippari vikunnar er á sínum stað þennan föstudaginn og Víðir Reynisson hinn eini sanni sér um að tippa á 5 leiki fyrir okkur á Lengjunni. Víðir er eyjamaður upplýsir um uppáhaldslið og leikmann, hann talar einnig um Lars Lagerbäck og um Covid19 og fleira til. Þá er Þórhallur Dan á línunni og við ræðum um endurkomu Lars Lagerbäck í íslenskan fótbolta, faraldurinn og íþróttir og boltann um helgina. Njótið og góða helgi
255.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sviðið. Tölum mikið um Gylfa Sig. Met Man.City er tekið fyrir, afmælisbörn dagsins fá kveðju og umræðu og veltum fyrir okkur afhverju áhorfendur mega ekki vera á íþróttaviðburðum. Þetta og margt, margt fleira. Njótið
254.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan ræðum um ýmislegt sem var í gangi í gær, til dæmis Man.Utd og West Ham. VIð förum yfir KSÍ tillögur varðandi hugsanlega fjölgun, förum í niðurröðun fyrir Íslandsmótið og svo förum við í slúðrið og fleira til. Njótið
253.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan ræðum um boltann og margt margt fleira. Dómgæslu og fleira. Þá heyri ég í Einari Andra Einarssyni handboltaþjálfara og gúru en við förum yfir gang mála í Olís deild karla og Einar Andri liggur ekki á skoðunum sínum. Njótið
252.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið um helgina. Töluðum meðal annars um Zlatan, dómgæslu í enska boltanum, SuperBowl, Liverpool-Man.City, Man.Utd.-Everton og margt fleira. Njótið
251.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir leik Tottenham og Chelsea í gær auk þess sem Tóti tjáði sig um orð útvarpsstjóra Ruv í Morgunblaðinu í gær og fleira til. Tippari vikunnar er Helgi Björns, sá mikli snillingur sem hefur yljað okkur með tónlistarveislu á Símanum í þessum heimsfaraldri. Helgi er mikill aðdáandi Tottenham en afhverju er það? Njótið elskurnar og góða helgi.
250.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir boltann og fleira til. Hver verður næsti formaður ÍTF? Hverjar eru tillögurnar fjórar um deildarkeppnina í PepsíMax, Lengjudeildinni og neðri deildum? Þetta og margt fleira. Njótið
249.þáttur. Mín skoðun. Kristinn Óskarsson körfuknattleiksdómari náði þeim ótrúlega árangri á dögunum að dæma 800 leiki í efstu deild. Það telst vera mikið afrek en er talan hærri? Hver er eftirminnilegasti leikurinn? Kristinn svarar þessu og meira til en hann er í ítarlegu spjalli í þætti dagsins. Ég og Þórhallur Dan förum svo yfir leiki gærkvöldsins í enska boltanum og Tóti er glaður í dag eftir að hans menn skoruðu 9 mörk í gær. Njótið elskurnar
248.þáttur. Mín skoðun. Dagný Brynjarsdóttir knattspyrnukona er nýgengin til liðs við enska félagið West Ham United. Dagný er í góðu spjalli um sig og svarar spurningunni hvernig þetta kom til? Dagný er að vanda einlæg og segir okkur afhverju hún hefur alltaf haldið með West Ham. Þórhallur Dan er á línunni og við ræðum meðal annars um nýjan samning Viaplay við UEFA og margt fleira. Njótið elskurnar
247.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið í sportinu og byrjuðum á HM í handbolta og töluðum meðal annars um Loga Geirs og Arnar Péturs gegn Guðmundi Guðmyndssyni. Hvað er málið þar? Við fórum einnig í fótboltann og Tippari vikunnar s.l. föstudag, Katrín Jakobsdóttir, á afmæli í dag. Til lukku með daginn en hversu marga rétta fékk Katrín? Njótið
246.þáttur. Mín skoðun. Það er fjölbreyttur þáttur í dag. Tippari vikunnar er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hún fer á kostum skal ég segja ykkur. Siggi Sveins handboltagoðsögn fer yfir gang mála á HM en undanúrslitin eru í dag. Siggi er alveg með þetta. Þórhallur Dan liggur ekki á skoðunum sínum sem fyrr og talar um ráðningar og annað hjá KSÍ og svo er Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í stuttu spjalli en KKÍ er 60 ára í dag. Njótið elskurnar og góða helgi.
245.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið í sportinu, ráðning landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta, HM í handbolta, U21 í fótbolta, KKÍ dómarahneykslið og fleira. Njótið
244.þáttur Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir víðan völl sportsins. Fórum í dómgæslu, töluðum um Zlatan vs Lukaku í gær, landsliðsþjálfaramál kvenna í fótbolta en það er víst búið að ráða þó svo að það hafi ekki enn verið tilkynnt. Þetta og fleira til. Njótið
243.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir víðan völl í sportinu og svo fórum við aðeins inná A-landsliðsþjálfaramál kvenna hjá KSÍ og þar talar Tóti með tveimur hrútshornum. Njótið dagsins elskurnar.
242.þáttur. Mín skoðun. Siggi Sveins handboltagoðsögn er á línunni og tekur fyrir lið Íslands á HM en Ísland lék sinn síðasta leik í keppninni í gær. Þórhallur Dan er í spjalli og við förum yfir leiki helgarinnar í boltanum. Tóti er sérlega glaður í dag. Njótið
241.þáttur. Mín skoðun. Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi er Tippari vikunnar og hann spáir í spilin ásamt skemmtilegum sögum. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins spáir í leik Íslands og Frakklands í dag og sem fyrr liggur Siggi ekki á skoðunum sínum. Þórhallur Dan er svo í spjalli um boltann og er sem fyrr léttur, ljúfur og kátur. Áfram ÍSLAND og gleðilega Bóndadag.
240.þáttur. Mín skoðun. Okkar allra besti Siggi Sveins er í spjalli um leikinn í gær gegn Sviss og Siggi hefur ýmislegt um þann leik og framhaldið að segja. Þórhallur Dan er á línunni og við förum áfram aðeins í landsliðsþjálfarakapal KSÍ og einnig ræðum við um umdeilt mark í leik Man.City og A.Villa í gær. Njótið
239.þáttur. Mín skoðun. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins er í spjalli og spáir í leiki dagsins og hvernig ætli hann spái leik Íslands og Sviss? Þá er Þórhallur Dan í viðtali en við tölum um margt og mikið meðal annars um þjálfarakapalinn hjá KSÍ. Áfram ÍSLAND
238.þáttur. Mín skoðun. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins er í spjalli um landsleikinn í gær og hann liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Þórhallur Dan er að sjálfsögðu í viðtali þar sem við förum um víðan völl íþróttanna og Mourinho er ekkert í sérstöku uppáhaldi hjá Tóta. Njótið
237.þáttur. Mín skoðun. Siggi Sveins handboltagoðsögn er á línunni í spjalli um HM í handbolta og hvernig ætli hann spái leiknum í kvöld? Þá er Þórhallur Dan í spjalli um boltann í Evrópu og svo einnig um landsliðsþjálfaramál U21. Njótið
236.þáttur. Mín skoðun. Tippari vikunnar hefur göngu sína að nýju í dag og Eggert Kristófersson forstjóri Festi er tippari vikunnar. Hvernig spáir hann stórleik Liverpool og Man.Utd. ? Siggi Sveins handboltagoðsögn fer yfir landsleikinn gegn Portúgal á HM í gær. Og Þórhallur Dan er á línunni þar sem hann spáir í helgina í boltanum og fer einnig inná sóttvarnarmál. Njótið helgarinnar.
235.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson handboltagoðsögn var í spjalli vegna HM í handbolta og við fórum yfir leikinn í kvöld gegn Portúgal. Þórhallur Dan var á línunni og við fórum yfir margt og mikið, svosem boltann í Evrópu, sóttvarnir í íþróttahúsum í Kópavogi og við fórum einnig aðeins í þjálfarakapalinn hjá KSÍ. Áfram ÍSLAND
234.þáttur. Mín skoðun. Páll Kristjánsson formaður knd. KR var í viðtali þar sem hann fer yfir kærumál KR gegn KSÍ. Hvernig stendur það mál? Þórhallur Dan var svo á línunni og við ræddum um Man.Utd. þjálfaramál KSÍ og margt margt fleira. Njótið
233.þáttur. Mín skoðun. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var í spjalli þar sem við ræddum um þá gleði að körfuboltinn er að fara af stað á ný. Við ræddum einnig um breytt fyrirkomulag á bikarkeppninni og fleira til. Þórhallur Dan var í viðtali þar sem við fórum yfir boltann í kvöld, ræddum um Liverpool og Man.Utd. og Tóti spáir því að Sheff.Utd. vinni sinn fyrsta leik í kvöld. Njótið
232.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var í spjalli um landsleikinn í handbolta í gær. Sigga leið mjög illa í stöðunni 7-12 og var alvarlega að spá í að hætta að horfa á leikinn. Þórhallur Dan var einni í spjalli og við ræddum um boltann í Evrópu og við komum einnig inná landsleikinn í handbolta sem og þjálfaramál KSÍ. Njótið.
231.þáttur. Mín skoðun. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta er í góðu spjalli í dag en Ísland mætir Portúgal öðru sinni á sunnudag í undankeppni EM. Guðmundur er að vanda einlægur í þessu viðtali. Þá er Þórhallur Dan á línunni og þar er annar maður sem ávallt er einlægur. Ég og Tóti vörum yfir víðan völl íþróttanna. Góða helgi kæru landar.
230.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var á línunni og við ræddum um landsleikinn í gær gegn Portúgal og við spjölluðum einnig um framhaldið. Þórhallur Dan var í spjalli um fótboltann í gær og við komum einnig inná önnur mál. Tóti Dan er t.d. ekki mjög hrifinn af Trump. Njótið
229.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var á línunni vegna landsleiks Íslands gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM. Siggi fór yfir sviðið eins og honum er einum lagið. Þá hringdi ég í Þórhall Dan og ræddi við um boltann, slúðursögur og fleira. Njótið
228.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir íþróttasviðið og Krummasögur voru á sínum stað. Þá heyrði ég í Róberti Gíslasyni framkvæmdastjóra HSÍ en hann er staddur útí Portúgal með íslenska landsliðinu en Ísland mætir Portúgal í riðlakeppni EM á morgun. Njótið
227.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir íþróttasviðið um áramótin og það sem er framundan. Ég skal bara segja ykkur það að þar var ekki töluð vitleysan. Njótið
226.þáttur. Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golklúbbsins er á línunni þar sem við ræðum afar undarlega lokun klúbbsins en er Viggó búinn að opna aftur? Ég og Þórhallur Dan fórum síðan yfir það sem um var að vera í gærkvöldi og Þórhallur Dan svarar spuriningunni, hvað var eftirminnilegast á árinu. Þetta og margt fleira að vanda. Ég vil óska öllum gleðilegs árs og friðar. Heyrumst aftur 4.janúar. Áfram Ísland
225.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir málin í sportinu. Ræddum um Aron Pálmarsson, kjör íþróttamanns ársins, spurðum afhverju Þórir Hergeirsson er ekki á lista þriggja manna yfir valið á besta þjálfaranum og margt margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.
224.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir gang mála í sportinu og ræddum nánast um allt, Fótbolta, handbolta, körfubolta og svo fórum við aðeins inná bóluefnið við Covid 19 sem er komið til landsins. Njótið dagsins.
222.þáttur. Ég og Þórhallur Dan erum í góðu jólaspjalli um fótbolta og handbolta yfir hátíðarnar. Við tölum um nýja landsliðsþjálfara Íslands, förum í aðgerðir ríkisstjórnarinnar, förum yfir það sem um er að vera yfir jólin og margt margt fleira. Gleðileg jól elskurnar.
221.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið í heimi íþróttanna um helgina. Tóti elskar Hurðaskelli og við ræðum um það og fleira. Einnig um Liverpool og ekki síst Mourinho. Þetta og margt margt fleira.
220.þáttur. Jóhannes Lange einn sá fróðasti um evrópskan kvennahandbolta var á línunni um EM kvenna og spáði í spilin fyrir úrslitahelgina. Hverjir verða meistarar í Evrópu? Og hann er einnig með nokkuð stóra frétt af mótinu. Ég hringdi í Þórhall Dan og ræddi við hann um valið á besta knattspyrnufólkinu hjá FIFA. Við fórum einnig yfir leiki helgarinnar og fleira til. Njótið og góða helgi.
219.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR er á línunni um mál KR gegn KSÍ. Ávallt gott að ræða við Pál og margt athyglisvert sem hann segir. Ég og Þórhallur Dan fórum svo yfir gang mála í boltanum. Völdum knattspyrnufólk ársins og Tóti tjáði sig um Mourinho og fleira til. Njótið.
218.þáttur. Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram var á línunni en Fram hefur ákveðið að áfrýja dómi dómstóls KSÍ til dómstóls ÍSÍ. Ásgrímur svarar einnig spurningunni hver sé hans uppáhaldsjólasveinn. Þórhallur Dan var að vanda í spjalli og við fórum yfir leiki gærkvöldsins í boltanum og í kvöld. Fórum aðeins inná þjálfaramál KSÍ og margt margt fleira. Njótið
217.þáttur. Víðir Sigurðsson er viðtali í dag þar sem við förum yfir útgáfu bókarinnar, Íslensk knattspyrna 2020 sem er að koma út. Um er að ræða merkisútgáfu og við förum yfir það allt ásamt því að Víðir tjáir sig um hvern hann velji sem íþróttamann ársins 2020. Þórhallur Dan er á línunni og við förum yfir víðan völl að vanda og skemmtum okkur vel. Njótið
216.þáttur. Ég og Þórhallur Dan ræddum um allt sem um var að vera um helgina . Handbolti og fótbolti. Man.Utd. Liverpool, West Ham, Dortmund, EM í handbolta og margt margt fleira
215.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir landsliðsmál kvennalandsliðsins og einnig karlaliðsins. Auk þess sem við fórum aðeins í nýjustu reglugerðina varðandi samkomur. Þetta og margt margt fleira. Margt áhugavert sem Tóti segir í dag. Góða helgi
214.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR er á línunni vegna niðurstöðu dómstóls KSÍ í máli KR gegn KSÍ. Þórhallur Dan er einnig á línunni og við ræðum um landsliðsþjálfaramál kvenna hjá KSÍ og mál tengd því ásamt fleiru og fleiru. Njótið
213.þáttur. Handboltakappinn Viggó Kristjánsson sem farið hefur á kostum í þýsku deildinni í handbolta var í góðu spjalli í þætti dagsins. Þórhallur Dan var á línunni og við fórum yfir landsliðsþjálfaramál karla og kvenna. Krummasögur koma við sögu í þeim málefnum. Njótið
212.þáttur. Mikael Nikulásson (Mikki) var í spjalli um landsliðsþjálfaramál kvenna og karla og við fórum einnig yfir riðil Íslands á HM. Þórhallur Dan var svo í viðtali þar sem við töluðum meðal annars um riðil Íslands, landsliðsþjálfaramál kvenna og Tóti spáir svo í helstu leiki kvöldsins í meistaradeildinni. Njótið
211.þáttur. Í dag er afmælisdagur Óla Stefáns Flóventssonar og því ber að fagna. Ég hringdi í hann og talaði um "fatigue" landslið kvenna og fleira. Þá hringdi ég í Þórhall Dan og umræðuefnið var landsliðsþjálfaramál kvenna og fleira því tengt. Njótið
210.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir það helsta í sportinu. Töluðum um Lar Lagerbäck sem hugsanlegan næsta landsliðsþjálfara. Fórum yfir leikina í gær. Töluðum um verðandi fjölmiðlafrumvarp og spáðum í leiki helgarinnar. Þetta og margt fleira í spjalli okkar í dag. Njótið helgarinnar.
209.þáttur. Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og að því tilefni hringdi ég í Ólaf Magnússon framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra og við fórum yfir stöðuna hjá fötluðu íþróttafólki. Þá hringdi ég í Þórhall Dan sem er hættur að tala um Fred hjá Man.Utd. hahaha. Ég og Tóti fórum yfir víðan völl í dag.
208.þáttur. Ég og Þórhallur Dan tókum umræðuna um íslenska kvennalandsliðið, rýndum til gagns. Við ræddum líka um afhverju handbolti og körfubolti eru enn í frosti hér á landi og fórum svo yfir meistaradeildina í fótbolta. Njótið
207.þáttur. Ásthildur Helgadóttir fyrrum landsliðsdrottning er á línunni vegna landsleiks Ungverjalands og Íslands í dag. Við förum einnig inná fleiri hluti, svosem að hún er komin með nýtt starf og Ásthildur svarar spurningunni, hvort hún vilji verða landsliðsþjálfari. Þórhallur Dan er svo í góðu spjalli þar sem við förum yfir gang mála í enska boltanum, Meistaradeildinni og fleira til. Áfram Ísland
206.þáttur. Ég hringdi í Þórhall Dan og við fórum yfir víðan völl. Körfubolti og fótbolti, höfumeiðsli, ruglið í VAR og fleira til.
205.þáttur. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er á línunni frá Bratislava og einnig Baldur Þór Ragnarsson einn af þjálfurum íslenska karlalandsliðsins. Baldur er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn Kósóvó á morgun. Þá er Þórhallur Dan í viðtali og við förum ítarlega yfir leik íslenska kvennlandsliðsins í gær þar sem Ísland vann Slóvakíu í undankeppni EM. Við förum einnig yfir Evrópudeildina, enska boltann og þann þýska og fleira til.
204.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knd.KR er á línunni um synjun aga-og úrskurðarnefndar KSÍ á kærumáli KR. Ég hringi í landsliðsrútu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem mætir Luxemburg í dag. Þar eru í viðtali, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Tryggvi Snær Hlinason, Jón Axel Guðmundsson og Ragnar Nathanaelsson. Þá er Þórhallur Dan á línunni um Meistaradeildina og Evrópudeildina og hann svarar því hvort Maradona sé sá besti sem uppi hefur verið en Maradona lést í gær.
203.þáttur. Þórhallur Dan er á línunni um boltann í gær og fleira til og þá hringdi ég í Jóhann Pétursson formann Víkings frá Ólafsvík en þeir voru að ráða nýjan þjálfara.
202.þáttur. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er á línunni frá Bratislava þar sem íslenska landsliðið er við keppni. Hannes ræðir við mig um bubbluna, deilu FIBA og Euroleague og körfuboltann hér heima. Þá er Þórhallur Dan í spjalli um Meistaradeildina í fótbolta og fleira til.
201.þáttur. Ég og Þórhallur Dan ræddum um boltann í Evrópu og einnig um Zlatan. Tóti er farinn að fara með bænir um að Fred verði seldur frá Man.Utd. Þetta og margt fleira.
200.þáttur. Mikael Nikulásson (Mikki) var á línunni en hann er afmælisbarn dagsins. Mikki ræddi meðal annars við mig um landsliðið og einnig hver á að verða næsti landsliðsþjálfari. Þórhallur Dan var svo á línunni og spáði fyrir um leiki helgarinnar í enska boltanum og fleira. Góða helgi
199.þáttur. Guðjón Þórðarson fyrrum landsliðsþjálfari var á línunni og við ræddum landsleikinn í gær og Ísak Bergmann Jóhannesson sem kom inná í gær, aðeins 17 ára gamall. Þá var Þórhallur Dan á línunni og við fórum yfir A-landsleikinn, U21 árs landslið Íslands, leik Vals í Meistaradeilldinni í gær og dómgæslu.
198.þáttur. Guðjón Þórðarson fyrrum landsliðsþjálfari var á línunni vegna landsleiksins í kvöld og sagði mér frá skemmtilegri staðreynd varðandi leikinn. Þórhallur Dan spáði einnig í leikinn sem og leik Vals og Glasgow City í Meistaradeild kvenna í dag.
197.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knd. KR er í viðtali vegna frávísunar KSÍ á máli KR. Þá er Þórhallur Dan á línunni og við ræddum um þessa frávísun og margt annað tengt KSÍ og fleira.
196.þáttur. Þóhallur Dan Jóhannsson var í spjalli dagsins. Við fórum yfir landsliðið okkar í fótbolta og ræddum um næsta landsliðsþjálfara og svo einnig um slúður og margt fleira.
195.þáttur. Já við töpuðum fyrir ungverjum í gær og þannig er nú bara það. Guðjón Þórðarson fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari Víkings frá Ólafsvík er í viðtali um leikinn og Þórhallur Dan er ennig á línunni og við fórum að auki yfir U21 árs tapleikinn gegn Ítalíu. Góða helgi.
194.þáttur. Ísland mætir Ungverjalandi í kvöld í úrslitaleik um hvort liðið fer í úrslitakeppni EM . Þá mætir U21 árs landslið Íslands liði Ítalíu í dag í riðlakeppni EM. Að þessu tilefni voru Arnar Grétarsson þjálfari KA og Þórhallur Dan Jóhannsson á línunni og spáðu í spilin. Áfram ÍSLAND
193.þáttur. Óli Stefán Flóventsson þjálfari er með athyglisverða hugleiðingu um Fatigue sem er andlegt og líkamlegt álag leikmanna. Við fórum einnig yfir hugleiðingar varðandi landsleikinn á morgun. Þórhallur Dan var að sjálfsögðu í spjalli og við ræddum meðal annars um formann enska knattspyrnusambandsins sem sagði af sér í gær.
192.þáttur. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var á línunni frá Heraklion í Grikklandi þar sem íslenska kvennalandsliðið er að fara að leika í EM. Þórhallur Dan var einnig á línunni og við fórum yfir stöðu dagsins í boltanum.
191.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum um boltann um helgina, nýja þjálfara hjá FH, brotthvarf Óla Jó frá Stjörnunni, VAR, Njarðvík og margt fleira.
190.þáttur. Mikael Nikulásson (Mikki) var í góðu spjalli vegna brottreksturs síns frá Njarðvík. Hákon Daði Styrmisson handboltakappi var á línunni en hann sló í gegn í landsleiknum gegn Litháen. Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Lemgo greindist með Covid 19 og ég hringdi í kappann og athugaði með líðan hans. Þá heyrði ég í Jóhannesi Lange vegna þáttarins Handboltinn Okkar og að lokum heyrði ég að sjálfsögðu í Þórhalli Dan. og í lok spjallsins við Þórhall Dan datt inn stórfrétt. Góða helgi
189.þáttur Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í handbolta gerði upp landsleikinn í gær þar sem Ísland vann Litháen með 16 marka mun. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum um margt og mikið, meðal annars um brottrekstur Mikhaels Nikulássonar sem þjálfara Njarðvíkur.
188.þáttur. Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í handbolta er í viðtali um landsleikinn gegn Litháen í kvöld. Þórhallur Dan var á línunni um Meistaradeildina og svo innanlands slúður.
187.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knattpsyrnudeildar KR er í góðu spjalli en KR skilar inn kæru til KSÍ í dag vegna ákvörðunar KSÍ um lok Íslandsmótsins. Þórhallur Dan var svo í góðu spjalli að vanda þar sem við fórum um víðan völl.
186.þáttur. Gísli Gunnar Oddgeirsson framkvæmdastjóri Magna frá Grenivík er á línunni og tjáir sig um þá ákvörðun KSÍ að stöðva Íslandsmótið en Magni féll í 2.deild á markamun þar sem einu marki munaði á Magna og Þrótti R. Þá er Þórhallur Dan að sjálfsögðu í góðu spjalli.